Ástmar Einar Ólafsson
Trans Miðill og Heilari
Ég fæddist á Vestfjörðum og frá barnæsku hef ég alltaf laðast að andlegum málefnum.
Ég var í annasömu starfi sem kennari, stjórnandi, söngvari og píanóleikari í Bretlandi þar sem ég hef búið í yfir 40 ár og því gafst lítill tími til andlegra mála.
Síðan ég lét af störfum hef ég fundið tíma fyrir nám og þjálfun við Sir Arthur Conan Doyle Centre, Edinborg og Arthur Findlay College í Englandi.
Ég hef fengið þjálfun hjá miðlum eins og Eric Sweder, Ewan Irvine, Elizabeth Titterton, Sandra Aetheris, Kim Moore-Cullen, Andrej Djordjevitch, Betty Jane Ware og Janette Marshall í sönnunarmiðlun, sálarlestri, tarotlestri, transheilun, transmiðlun og orku stjórnun.
Árið 2024 var ég í heils árs þjálfun hjá hinum víðfræga Andrej Djordjevitch og fékk víðtæka reynslu í Transformational Spiritual Life Coaching, Trans miðlun og heilun.
+44 7776448515