Stjörnuspá fyrir Fiskana í maí
Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Fiskarnir 19. febrúar – 20. mars
Almennt:
Maí kemur með aukin samskipti, lærdóm og tengsl. Þú finnur fyrir forvitni, sem skapar fullkomna orku og tækifæri til náms, skapandi skrifa eða nýrra tengsla við fólk sem veitir þér innblástur.
Áskoranir:
Þú gætir misst einbeitingu og verið yfirkeyrð/ur af upplýsingum. Taktu reglulegar pásur frá upplýsinagflæði, hvort sem er við tölvuna, lestur eða nám. Passaðu uppá orkuna þína og hvíldu hugann þegar þú finnur fyrir þreitu.
Ást:
Létt, leikandi orka er í ástarmálunum hjá þér kæri fiskur. Leifðu þér að hafa gaman af lífinu og ástinni, daður og ný kynni, einkenna maí mánuð hjá þér, láttu það eftir þér að finna þessa glettnu orku og leyfðu henni að blómstra.
Vinna og fjármál:
Samskiptatengd verkefni og skapandi vinna blómstra og þar sem þú ert í svona léttri orku verðu þetta skemmtilegt. Hver sagði að vinnan gæti ekki verið skemmtileg?
Fjármál verða stöðug með sveigjanleika, þú gæti þurft að endurskipuleggja og breyta einhvejru í fjármálunum þínum. En þetta reddast.
Heilsa og vellíðan:
Hugræn heilsa er í brennidepli – prufaðu að skrifa hugsanir þínar niður í dagbók, lestu eitthvað sem ögrar þér vitsmunalega og tengist innri hugsun, taktu frá tíma í núvitund.