top of page

Stjörnuspá fyrir Hrútinn í maí

Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Stjörnuspá fyrir Hrútinn í maí

Hrúturinn 21. mars – 19. apríl

Almennt:

Maí krefst meiri þolinmæði og einbeitingar. Hraði aprílmánaðar gefur eftir fyrir dýpri ígrundun og raunsæi. Núna þarftu stöðugleika og öryggi, skýra framtíðarsýn og fólk í kringum þig sem þú getur treyst.

Fjárhagslegar aðstæður eru á betri leið, nú er tækifæri til að efla og bæta stöðuna í starfi eða jafnvel eignum. Viðskiptatækifæri tengt eignamyndun birtist þér mögulega í maí, skoðaðu það vel því það gæti verið hagstætt fyrir þig.

Leitaðu inn á við áður en þú segir „já“ leifðu hjartanu að taka þátt í ákvörðunum . Jarðtenging er lykillinn, göngutír í nátturunni, rólegur tími við hafið, fjallganga eða samskipti við dýr er góð leið til jarðtengingar. Kanski er ganga upp á Esju akkúrat það sem þú þarft á að halda núna


Áskoranir:

Þú þarft að forðast skyndiákvarðanir og vera raunsæ/r um getu þína og tíma. Forgangsröðun og skipulag geta hjálpað. Mundu að forgangsraða því sem virkilega skiptir máli.


Ást:

Rómantíkin í maí byggist á stöðugleika. Nú er tími til að ræða framtíðina með maka – eða hitta einhvern sem veitir þér öryggi og stöðugleika, einhvern sem vill framtíðarsamband. Ef þú ert einhelyp/ur væri gott fyrir þig að taka stöðuna á því hvernig þú sérð framtíðina þína, hvernig maka villtu hafa þér við hlið, ertu viss um að þú viljir maka?


Vinna og fjármál:

Vel skipulögð nálgun leiðir til stöðugs árangurs. Endurskoðaðu fjármálin þín sorteraðu burt það sem hentar þér ekki lengur, farðu yfir útgjöld og virkilega skoðaðu hvað má betur fara. Settu upp fjárhagsáætlun til að ná stöðugleika og markmiðum í þínum fjármálum.


Heilsa og vellíðan:

 Hugsaðu vel um líkamann – hvíld, næring og svefn skipta miklu máli. Útivera og náttúrutenging er þér mikilvæg í maí mánuði , elsku hrútur, mundu eftir þínum þörfum.

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page