top of page

Stjörnuspá fyrir Meyjuna í apríl

Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Stjörnuspá fyrir Meyjuna í apríl

Meyjan 23. ágúst – 22. september

Almennt:

Maí býður upp á aukna áherslu á nám, rökhugsun og skipulag. Þú vilt hafa hlutina á hreinu.

Ný verk eða breytingar á daglegu lífi gefa þér tækifæri til að bæta skipulag og afköst. 

Of mikil gagnrýni á sjálfa/n þig eða aðra getur hamlað þér og stoppað vöxt og eflingu. 

Hafðu hlutina einfalda og ekki ofhugsa allt. Fylgstu með hvað líkaminn þinn segir þér.


Ást:

Rómantík í gegnum daglega rútínu, eða einhvern sem deilir áhugasviðum þínum. Mundu að það sem þú veitir eftirtekt, það vex. Ef þú ert einhleyp/ur, vertu vakandi fyrir þeim sem eru í kringum þig í þinni daglegu rútínu, kannski leynist sálufélagi nær þér en þig gurnar.



Vinna og fjármál:

Smáatriðin skipta máli nú er góður tími til að taka til í fjármálum og gera langtímaáætlun, ef þú ert ,,lista-meyja” þá er þetta rétti tíminn fyrir lista yfir fjármal, útgjöld-innkoma, hvað þarf að laga? (,,Lista-meyjur” skilja hvað við er átt).



Heilsa og vellíðan:

 Líkamsrækt og náttúra veita jafnvægi. Góður svefn bætir orku, skap og úthald, sem þú þarft svo sannarlega á að halda fyrir ,,listagerðina” í maí.

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page