Stjörnuspá fyrir Nautið í maí
Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Nautið 20. apríl – 20. maí
Almennt:
Þetta er þinn tími! Þú finnur þig sjálfa/n í miðju sviðsljóssins og með meira sjálfstraust en áður.
Nú er frábær tími til að hefja eitthvað nýtt, s.s. viðskipti, verkefni eða tengsl sem endurspegla gildi þín.
Þú gætir orðið þrjósk/ur eða treg/ur til breytinga. Haltu huga þínum opnum og leyfðu bretingar, þær geta komið skemmtilega á óvart.
Taktu mark á draumum þínum og leyfðu þér að taka pláss.
Ást:
Ástin blómstrar – sérstaklega ef þú nýtur þess að skapa ró og öryggi með maka. Einhleypir laðast að traustum samböndum. Mundu að þetta er þinn tími, þú mátt vera í sviðsljósiu og taka pláss!
Vinna og fjármál:
Fjárhagur er á jákvæðri leið og gæti lagast enn meira, sérstaklega ef þú sýnir þolinmæði og festu. Hafðu jafnvægi á milli útgjalda og innkomu í lagi og þá fer allt vel.
Heilsa og vellíðan:
Sýndu líkamanum þínum ást og umhyggju – líkamsrækt, náttúran og holl næring stuðla að vellíðan.