Stjörnuspá fyrir Tvíburann í maí
Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Tvíburinn 21. maí – 20. júní
Almennt:
Hugurinn verður virkur og þörf fyrir samskipti og lærdóm eykst. Þetta er mánuður til að miðla og læra.
Nú ferðu að blómstra – sólin nálgast merki þitt og þú fyllist orku. Þetta er frábær tími til að koma hugmyndum á framfæri, ferðast eða vinna að menntatengdum verkefnum.
Einbeittu þér að 2–3 hlutum í einu og gerðu það vel, frekar en að vera með 100 hluti hálfkláraða og ekki eins vel gerða og þú hefðiir viljað.
Áskoranir:
Þú gætir misst fókus og tekið að þér of mörg verkefni í einu. Forgangsröðun og skipulag er það sem þú þarft í þitt líf þennan mánuð. Kannski væri sniðugt að fjárfesta í góðu skipulagsdagatali.
Ást:
Ástin verður létt og leikandi, möguleikar á nýjum tengslum í gegnum samtöl og tjáningu eru meiri en oft áður, þú þarft vitsmunalega örvun og skemmtileg samtöl.
Vinna og fjármál:
Samskipti eru lykilatriði í starfi. Tækifæri bjóðast þér í skrifum, kennslu eða kynningu.
Heilsa og vellíðan:
Hugurinn þinn þarf jafnvægi – stundaðu gönguferðir, fáðu nóg af fersku lofti og einbeittu hugsuninni inná við með það að markmiði að róa hugann.