Nær dauða upplifanir,hvað tekur við eftir dauðann?
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- Apr 27
- 3 min read
Er dauðinn endapunktur? Eða tekur eitthvað annað við? Margir hafa dáið og komið til baka með furðulegar frásagnir – og margar þeirra eru ótrúlega líkar. Hvað er það sem raunverulega gerist þegar við deyjum?

Hvað eru nær-dauða upplifanir (NDU)?
Nær-dauða upplifanir NDU (e. near-death experiences, NDE) eiga sér stað þegar fólk lendir í lífshættulegu ástandi – til dæmis hjartastoppi, slysi eða skurðaðgerð og deyr í stutta stund, þá upplifir þetta fólk eitthvað ástand á meðan, eitthvað sem virðist óraunverulegt fyrir öðrum… en þó afar raunverulegt fyrir þeim sem lenda í því.
Sameiginleg einkenni NDU:
Þó upplifanirnar séu persónulegar, þá eru nokkrir þættir sem flestir virðast upplifa.
Að yfirgefa líkamann og svífa yfir atburðarásinni
Kyrrð og djúpur friður
Bjart ljós, göng sem leiða “eitthvert”
Fundur við látna ástvini eða “verur”
Skilaboð eða tilfinning um að það sé ekki “tíminn” til að fara
Upplifunin mótast af trú og menningu
Fólk virðist upplifa það sem passar við þeirra trúar- eða menningarheim. Kristnir sjá Jesú, hindúar sjá guði sína – og margir sjá það sem þau “skilja best”. Það bendir til að vitundin túlki reynsluna út frá því sem hún þekkir.

Tölfræði og breytileiki
10–20% þeirra sem lifa af klínískan dauða segjast hafa upplifað NDU.
Sama manneskja getur upplifað ólíkar NDU í mismunandi tilvikum.
Sumir muna ekkert – fyrr en mörgum árum síðar.
Margir segja ekki frá reynslunni strax og jafnvel aldrei.
Flestir eru sammála um mikil andleg áhrif.
Eftirmálar – hvað breytist eftir NDU?
Andleg áhrif sem margir finna fyrir eru meðal annars:
Djúpur kærleikur og skilyrðislaus samkennd. Þessi tilfinning að allt og allir skipta máli – jafnvel óvinir.
Kæruleysi gagnvart “venjulegu” lífi. Samfélagsreglur og væntingar missa vægi. Sumir verða mjög afslappaðir, aðrir eiga erfitt með að takast á við hefðbundið líf.
Sterk núvitund og sú tilfinning að lífið sé hér og nú. Sumum finnst þetta “flæði” dásamlegt, öðrum finnst þeir verða “spaceaðir”.
Andlegar tengingar eflast og styrkjast, það að tengjast náttúrunni, öðrum víddum, dýrum, plöntum – eða fá andlega hæfileika eins og innsýn inn í framtíð, eða að lesa í orkusvið annarra og jafnvel sjá og tengjast látnum ástvinum er meðal þess sem fólk upplifir eftir NDU.
Tilgangur og breyting á persónuleika, eitthvað „tekur yfir“ og breytir fólki í þá átt sem eflir vöxt þeirra, stundum með dramatískum hætti.

Líkamleg áhrif:
Birtu- og hljóðviðkvæmni
Margir þola ekki hávaða eða sterkt ljós. Kjósa frekar náttúruhljóð, klassíska tónlist og hljóð sem “næra”.
Rafmagnsviðkvæmni
Rafmagnstæki bila í kringum sumt fólk, ljósaperur springa, klukkur stöðvast, raftæki virka ekki eðlilega.
Kundalini orka
Fólk talar um “rafmagnsstraum” í líkamanum – oft frá hryggnum og uppeftir öllum líkamanum.
Lífstílsbreyting
Heilsusamlegri lífstíll, ný áhersla á andlega velferð. Margir skipta um starf, fjármálastefnu eða jafnvel maka.
Sannar sögur frá raunverulegum manneskjum
Reynsla einstaklings hefur meiri slagkraft en öll fræðin.
Sarah – Dó í bílslysi, vildi ekki koma aftur í líkamann, en dóttir hennar úr framtíðinni kallaði hana til baka.
Balesky – Liggur í eigin mænuvökva, horfir á hjartalínurit sitt detta í 0.
Jazmyne – Tvær NDU, í einni hittir hún eigin anda. Átti erfitt með að tala um reynsluna við aðra.
Maria – Sá bláa skó á stað sem hún hafði aldrei heimsótt – staðfest síðar af starfsfólki spítalans.
Hin blindu augu sem sáu – Blind frá fæðingu, lýsir aðgerðarherbergi nákvæmlega.
Pam Reynolds – Var bókstaflega klínískt dáin. Hún heyrði samtöl skurðlækna, lýsti aðgerðatólum – allt meðan hún var “meðvitundarlaus”.
Óvænt reynsla barns – Hengdi sig óvart í leik – og upplifði NDU áður en „eitthvað“ bjargaði honum.

Vísindin á bak við NDU
Raymond Moody – “Life After Life” (1975)
Fyrstur til að skilgreina hugtakið NDE, byggði á yfir 100 frásögnum.
Pim van Lommel – “Consciousness Beyond Life” (2001)
Hjartalæknir sem rannsakaði 344 sjúklinga – 18% höfðu NDU. Lagði fram hugmynd um meðvitund utan líkama.
AWARE rannsóknin – Dr. Sam Parnia (2008–2014)
Setti upp prófanir til að sjá hvort fólk gæti munað atburði utan líkama. Niðurstöður bentu til þess að meðvitund geti haldist þótt heilinn virðist slökktur.
Bruce Greyson – NDE kvarðinn
Þróaði stöðluð mælitæki til að flokka og meta NDU. Mikið notað í dag.
Nær-dauða upplifanir eru alþjóðlegt og tímalaust fyrirbæri. Þó að skýringar skiptist á milli þess efnislega (heilinn að deyja) og andlega (meðvitund að yfirgefa líkamann), er eitt víst – fólk sem hefur farið í gegnum þetta kemur aftur… breytt.
Þau segja:

“Ég er ekki sama manneskjan og áður.”
“Ég óttast ekki dauðann lengur.”
“Ég veit – ekki trúi – að eitthvað tekur við.”
Kommentarer