top of page

Andsetin málverk

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Apr 24
  • 5 min read


The Rain Woman - Svetlana Telets

The Rain Woman
The Rain Woman

Þetta málverk er eitt af mörgum sem hafa fengið orðspor um að hafa dularfull áhrif á eigendur sína, og margir velta fyrir sér hvort slík listaverk geti borið í sér einhvers konar andlega eða yfirnáttúrulega orku.

Málverkið The Rain Woman, var málað af úkraínsku listakonunni Svetlönu Telets, árið 1996. Hún lýsir því að hún hafi fundið fyrir tilfinningu um að einhver væri að fylgjast með sér í sex mánuði áður en hún byrjaði að mála. Þegar hún hóf vinnuna birtist myndin skýr í huga hennar og þegar hún byrjaði að mála hafi hún upplifað eins og óþekkt afl hafi stýrt höndum hennar og að hún hafi klárað verkið á aðeins fimm klukkustundum.


Listaverkið er talið vera andsetið eða bölvað.

Málverkið sýnir langleitt, sviplaust andlit konu, sem horfir niður en samt sést aðeins í augun, hún er í dökkum fötum, með hatt og einhverskonar höfuðklút í rigningu.

 Margir sem hafa átt málverkið segja að það hafi haft ógnvekjandi eða óhugnaleg áhrif á sig

Fyrsti eigandinn fann fyrir stöðugri tilfinningu um að verið væri að fylgjast með henni, jafnvel eftir að hún hafði tekið málverkið niður og falið það. Hún endaði á því að skila verkinu aftur til listakonunnar.

Næstu eigendur upplifðu martraðir þar sem konan úr málverkinu birtist þeim og þau sáu skugga hennar á heimil sínu. 


Fyrri eigendur fundu fyrir því að fylgst var með þeim stöðugt

Einn eigandi sagðist upplifa að augun á konunni í myndinni virtust birtast alls staðar og hann fann fyrir kafnandi ónotatilfinningu​.

Nokkrir eigendur málverksins hafa sagt frá því að þeir hafi ekki getað sofið, fundið fyrir stöðugri tilfinningu um að fylgst sé með þeim, fengið martraðir og jafnvel séð skuggaverur í íbúðum sínum​.

Einn eigandi sagðist hafa séð hvít augu alls staðar og var hann hræddur um að „drukkna“ í þeim. 

Eftir mörg ár í verslun í Vinnitsa, þar sem viðskiptavinir sögðust dreyma konuna á myndinni, fannst loks eigandi sem virðist hafa sætt sig við málverkið. Tónlistarmaðurinn Sergei Skachko keypti það árið 2008 og tók það með sér til Rússlands.

En eiginkona hans faldi það síðar eftir að hafa séð draugalega veru í íbúðinni þeirra á nóttunni, hún var líka viss um að listaverkið hefði neikvæð áhrif á hjónaband þeirra​. Og seinna losaði hún sig við það.

málverkið var eftir það á hárgreiðslustofu í Kænugarði (Kyiv), þar sem viðskiptavinir greindu stundum frá því að málverkið sýndi merki um reiði​ eða sorg


Sumir finna huggun í verkinu

Nokkrir hafa þó einnig greint frá því að þeir finni ákveðna huggun í því, en aðrir lýsa óþægilegri tilfinningu eða jafnvel tilfinningu um að bíða eftir dauðanum þegar þeir horfa á það​

Bæði sagnfræðingar og trúarleiðtogar hafa tjáð sig um verkið, þar sem sumir benda á að andlegt ástand listakonunnar á meðan hún skapaði verkið, gæti hafað smitast yfir í málverkið og valdi þannig sterkum tilfinningaviðbrögðum hjá áhorfendum​

Málverkið The Rain Woman eftir Svetlönu Telets er enn umvafið dulúð og draugasögum og flestir eigendur þess hafa lýst yfir óþægilegum atvikum á heimilum sínum. Þessi atvik eru ma svefnleysi, martraðir, óþægileg tilfinning um að fylgst sé með þeim og almenn óheppni í lífinu. 

Í dag er staðsetning málverksins óviss, en það hefur gengið kaupum og sölum í mörg ár en í dag eru engar staðfestar opinberar heimildir um það hver á málverkið núna eða hvar það er niðurkomið​.





The Crying Boy - Giovanni Bragolin   

The Crying Boy
The Crying Boy

     

Andsetnustu málerk sögunnar

Málverkið The Crying Boy er partur af safni, um 60 mismunandi málverk í svipuðum dúr eftir spænska listamanninn Bruno Amadio, undir nafninu Giovanni Bragolin. 

Flest þeirra með svipaða fræga sögu  „andsetnustu“ málverk sögunnar, með orðróm um bölvun sem tengist röð óheppilegra eldsvoða.

Málverkin voru fjöldaframleidd og seldust öll í miklum mæli á sjöunda og áttunda áratugnum. Um 1985 fór breska dagblaðið The Sun að birta fréttir um óútskýranlega eldsvoða þar sem allt í húsum brann nema eintök af The Crying Boy. Slík tilvik áttu að hafa átt sér stað víða um Bretland, og eldurinn virtist aldrei skemma málverkið sjálft 

Þegar orðrómurinn óx, sagði blaðið frá því að það hefði fengið hundruð hringinga frá fólki sem vildi losna við málverkið af ótta við bölvunina. The Sun safnaði saman um 2500 eintökum og brenndi þau á stóri báli, en sagan lifði áfram 




Eldsvoðar tengir málverkunum

Árið 1985 birti The Sun grein sem heitir „Blazing Curse of the Crying Boy“. Þar var fjallað ítarlega um reynslu May og Ron Hall, en heimili þeirra í Rotherham brann. Orsök eldsins var djúpsteikingarpottur sem ofhitnaði og kviknaði í og ​​eyðilagði næstum allt á jarðhæðinni - nema myndina af The Crying Boy.


Hjónin fullyrtu að það væri ekki potturinn sem hefði kveikt eldinn, heldur The Crying Boy sjálfur.

Í þessari frétt sagði einn slökkviliðsmaðurinn að hann hefði sjálfur komið að 15 mismunandi heimilisbruna þar sem allt eyðilagðist, nema málverkið fræga. 


The Sun birti fljótlega röð greina um þetta undarlega fyrirbæri. Þeir fullyrtu að heimili í Surrey hefði brunnið sex mánuðum eftir að eigandinn keypti eintak af The Crying Boy; pítsustaður í Norfolk eyðilagðist í eldsvoða og skildi aðeins eftir eintak af málverkinu; og að kona á Isle of Wight hefði árangurslaust reynt að brenna eintak sitt af The Crying Boy, eftir það þjáðist hún af hræðilegri ógæfu.


Allt brann til ösku, nema málverkið


  • Dora Bran frá Mitcham í Surrey, lenti í hrikalegum eldsvoða sex vikum eftir að hún keypti málverkið. Allt sem hún átti í húsinu brann til kaldra kola.. Nema málverkið. 

  • Sandra Craske frá Kilburn sagði frá því að hún sjálf, systir hennar, móðir og vinkona höfðu allar lennt í bruna eftir að hafa keypt sér eintak af málverkinu. 

  • 21 október 1985 brann Parillo Pizza Palace í Norfolk til grunna, það eina sem varð eftir var málverkið af drengnum sem leit út eins og nýtt.

  • 24 október 1985 missti Godper fjölskyldan heimili sitt í eldsvoða. Málver af drengnum með tárin var ósnert þar sem stofan stóð, allar aðrar myndir í kring höfðu fuðrað upp.

  • 25 október 1985 missti Amos fjölskyldan húsið sitt vegna gas sprengingar, það eina sem fannst í rústunum voru tvo málverk úr þessari sömu seríu mynda.

  • Í nóvember 1985 var kona frá Leeds sem sagðist viss um að málverkið ætti sök á eldsvoða í húsinu hennar sem drap eiginmann hennar og þrjá syni. 

  • Kona frá London eyðilagði sitt málverk þar sem hún kenndi því um röð eldsvoða sem kostuðu son, dóttir, eiginmann og móðir hennar lífið.

  • 12 nónvember 1985 fór Malcolm Vaughan til nágranna síns til þess að hjálpa honum að skemma sitt málverk eftir allar fréttirnar um bölvun þess, þegar hann kom heim aftur stóð hús hans í ljósum logum. Slökkviliðsmenn gátu ekki fundið neina skýringu á eldsvoðanum.

  • Í desember 1985 dó hinn 67 ára gamli William Amitage í óútskýrðum eldsvoða í húsi sínu í Avon. Við hlið hans fannst málverkið af drengnum, ósnert af eldinum. Slökkviliðsmaður á vettvangi sagðist nú aldrei hafa trúað á sögusagnirnar um málverkin en að koma að niðurbrenndu húsi þar sem það eina sem virðist ósnert er málverkið hafi verið “ansi furðulegt”.



Ein af helstu skýringunum á því af hverju málverkin virtust lifa eldsvoða af er að þau voru prentuð á harðan, sterkan og eldþolinn pappír eða plötu, sem brennur illa. Engu að síður hafa The Crying Boy málverkin  orðið  þekkt sem  „andsetnu“ málverkin og enn í dag trúa sumir á bölvun þess 


Er mögulega andi drengsins fastur í málverkinu?

Bragolin var þekktur fyrir að mála börn frá fátækum aðstæðum, svo ótal kenningar komu fram sem reyndu að útskýra hvers vegna, nákvæmlega, The Crying Boy var bölvaður. Sumir fullyrtu að drengurinn hefði látist í eldsvoða og nú væri andi hans fastur í málverkinu.


Hver sem sannleikurinn kann að hafa verið, vakti The Sun vissulega ótta almennings í kringum málverkið og á hrekkjavöku 1985 safnaði blaðið saman hundruðum eintaka af málverkinu og kveikti í þeim.


Kommentare

Mit 0 von 5 Sternen bewertet.
Noch keine Ratings

Rating hinzufügen

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page