top of page

Amanda - líkar ekki við að vera föst

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Apr 27
  • 2 min read
Úr 16. þætti; "Dúkkur"

Þessi dúkka sem var búin til af Heinrich Handwerk árið 1884 er þekkt fyrir furðulegheit, hún hefur gengið kaupum og sölum á Ebay síðan 2003 og er talið að hún hafi verið sett á Ebay allavega 20 sinnum. 


Amanda

Amanda stoppar stutt á hverjum stað


Eigendurnir sögðust alltaf ekki vilja eiga hana lengur því “skrítnir” hlutir voru að gerast í kringum hana en enginn þeirra fór út í nein smáatriði fyrr en einn daginn þegar kona kom fram á sjónarsviðið og fór að segja frá reynslu sinni af dúkkunni.


Amanda olli hræðilegum martröðum


Hún sagði frá því að dúkkan væri alltaf í huga sér og ef hún reyndi að loka á hugsanir um hana fékk hún hræðilegar martraðir.


Fyrrum eigandi Amöndu stóð sjálfa sig að því að vera í hrókasamræðum við dúkkuna


Hún stóð sjálfa sig að því að vera alltaf í hrókasamræðum við Amöndu. Hún sagði henni leyndarmál og já bara allt. Hún fann hvernig Amanda dró sig inn í drauma hennar.


Hún vaknaði upp um miðja nótt og fætur hennar voru ískaldar, bláar, rispaðar og allar út í klórförum


Eina nóttina vaknaði hún með ískalda fætur. 

Hún fór fram úr rúminu og kveikti ljósið. 

Henni brá við það sem hún sá. 

Fætur hennar voru bláar og allar út í rispum og klórförum. 

Hún ákvað að hringja á sjúkrabíl en þegar hún leit aftur niður á fæturna voru þær aftur eðlilegar.


Hún var í áfalli og settist niður til þess að reyna að skilja hvað var í gangi. 


Amanda horfði á hana með illgjörnu skökku brosi, en snögglega varð hún aftur eðlileg


Þá sá hún Amöndu, Amanda horfði á hana með illgjörnu brosi, en andlit hennar breyttist svo snögglega aftur í eðlilegt horf.


Konan sendi Amöndu til paranormal rannsakenda sem fann vel fyrir einhverju í dúkkunni. 

Amanda átti það til að skemma muni á heimilum. 

Hún er mjög aktív, þegar hún er glöð situr hún bara kyrr eins og venjuleg dúkka. 

En þegar henni leiðist fer hún að skemma hluti og hræða heimilismenn í þeim tilgangi að fá að fara á nýtt heimili. 


Þegar dúkkunni fer að leiðast, fer hún að valda eigendum óhugnalegum óþægindum


Hún hefur líka verið þekkt fyrir að færast úr stað innan heimilisins.


Fólk hefur sagst heyra krafs koma frá kassanum sem hún er í núna, en hún er í eigu paranormal rannsakandans sem eigandinn hennar sendi hana til.


Amanda er ekki glöð. Henni líkar ekki við að vera föst.



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!




Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page