top of page

Dúkkan Suzy - andsetin illum öflum

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Jan 20
  • 4 min read

Updated: Apr 18

Úr 16. þætti; "Dúkkur"

Suzy var gjöf til lítillar stúlku að nafni Heather,

Robin frænka hennar bjó til dúkkuna handa henni í 6 ára afmælisgjöf. 


Suzy

Kvöldið sem dúkkan flutti inn fóru undarlegir hlutir að gerast, það byrjaði á ýlfri



Kvöldið sem stúlkan fékk dúkkuna, vöknuðu foreldrar hennar upp við ýlfur þegar þau litu út um gluggann, sáu þau dökkan skugga liðast niður götuna og ýlfrið varð hærra og hærra en svo allt í einu hvarf skuggin og ýlfrið hætti.


Daginn eftir þetta atvik, hafði Heather sett dúkkuna á sófann í stofunni á meðan hún borðaði morgunmat með fjölskyldunni, þegar stúlkan kom aftur inn í stofu, hafði dúkkan fært sig í ruggustól sem var í hinum endanum á stofunni, 


í huga hinnar ungu Heather hafði dúkkan bara labbað yfir og sest í hinn stólinn, hún ákvað samt að þetta væri bara leyndarmál sem foreldrarnir þurftu ekki að vita um, þær voru vinkonur hún og dúkkan og vinir segja ekki frá leyndarmálum.


Eftir nóttina með skugganum, fóru undarlegir hlutir að gerast á heimilinu.


Jerry sem var pabbi Heather vann næturvinnu og mamman Linda vann á daginn.

Einn morgun heyrði Linda hávaða sem hún ákvað að kanna betur, þegar hún kom inn í eldhúsið hafði öllu verið snúið á hvolf, bæði Linda og Jerry spurðu dætur sínar útí atvikið en þær þverneituðu fyrir að hafa gert nokkuð í eldhúsinu.


Eldhúsið í rúst

Þó að foreldrarnir tryðu þeim ekki, hugsaði Jerry að það hlyti að vera einhver útskýring á þessu öllu.



Þegar Jerry vaknaði einn daginn eftir næturvaktina, tók á móti honum furðuleg sjón í stofunni.

Sjónvarpið var kveikt en á engri stöð, svo það var svona “snjókoma” á skjánum og öllum húsgögnunum hafði verið safnað saman á miðju stofugólfinu og staflað upp eins og í turn, eins og barn hefði mögulega gert með leikföng.


En þessi húsgögn voru þung, það þung að þó að dætur hans allar hefðu hjálpast að hefðu þær ekki getað gert þetta. I ruggustólnum í endanum á stofunni, sat Heather með Suzy dúkkuna í fanginu að horfa á sjónvarpið, eins og dáleidd af “snjókomunni”


Jerry vildi nú samt trúa að þetta hefði allt eðlilega útskýringu og ákvað að skipta út öllum lásum á húsinu, því það hlyti einhver að vera bara að brjótast inn og valda þessum usla og furðulegheitum sem áttu sér stað á heimilinu.


Seint eitt kvöld vaknaði Lisa (sem var systir Heather) upp við að heyra í börnum vera að leika sér fyrir utan húsið, systir hennar Laura vaknaði líka við þessi læti. Lisa bað systir sína um að ath hvað væri í gangi, Laura fór að glugganum en sá engin börn út, þær heyrðu samt ennþá í börnunum leika sér. Þær ákváðu að reyna að sofna bara aftur en þá fann Lisa fyrir kulda niður eftir hálsinum og hún heyrði einhvern hvísla í eyrað á sér, henni dauð brá og hún varð ofsahrædd. 

Hún náði loksins að sofna, en þegar hún vaknaði næsta morgun, var hún með handfylli af sínu eigin hári í hendinni.



Lisa lét mömmu sína vita af þessu og þegar mamman ath þetta betur var stór skallablettur í fullkominn hring á höfði stúlkunnar. Foreldrarnir fóru með Lísu til læknis sem kom með þá niðurstöðu að hárið hafði verið togað úr höfði stúlkunnar. 


Kvöld eitt þegar fjölskyldan sat saman við kvöldverð sagði Heather ,, slæmir hlutir eru að fara að gerast í þessu húsi” 

Lisa sá að varir Heather höfðu ekki hreyfst þegar orðin komu frá henni. 

Eitt skipti þegar Lisa var að fara inn í herbergið sitt að finna hjólaskautana sína, stoppaði hún því Suzy dúkkan sat á gólfinu í herberginu hennar, hún fór og bað mömmu sína um aðstoð við að finna skautana, en þegar hún kom aftur að herbergishurðinni var dúkkan farin, hún heyrðu þrusk inni á baði og fór til að ath og þar var dúkkan, á klósettinu með buxurnar á hælunum.


Suzy á klósettinu


Lisu fannst þessi dúkka krípi frá fyrsta degi, en þarna varð hún bara hrædd við hana.


Eldhússtólar staflaðir

Jerry hafði lagt sig eftir næturvakt en vaknaði við að aftur hafði eldhúsinu verið snúið á hvolf, nema í þetta sinn voru eldhússtólarnir komnir upp á eldhúsbekkinn og stóðu þar með afturfæturnar í lausu lofti, þarna sá Jerry að þetta gæti ekki verið eðlilegt, það var eitthvað yfirnáttúrulegt í gangi. Hann reyndi að segja konu sinni frá þessu en hún trúði honum ekki.



Linda var ein heima einn daginn og setti Suzy dúkkuna í ruggustólinn í stofunni, fór svo að fá sér að borða í eldhúsinu.

Hún heyrði þrusk koma frá ganginum og fór til að ath hvað þetta væri, þá sá hún marmaraglerkúlu koma rúllandi eftir ganginum

Og svo kom önnur, þær komu úr barnaherbergjunum. Linda var viss um að það hefði einhver brotist inn svo hún náði sér í vopn og fór inn í herbergið. Hún fann ekkert þar var enginn

en þegar hún kom fram aftur voru kúlurnar komnar á mitt stofugólfið og Suzy dúkkan farin úr ruggustólnum

þvotturinn sem beið hennar hafði verið dreift um allt borðstofugólfið


Linda og Jerry ákváðu nú loksins að biðja um hjálp. 


 Þetta endaði með því að Ed og Lorraine Warren voru fengin til að aðstoða fjölskylduna, en þau enduðu á að þurfa aðstoð prests til að framkvæma andasæringu á dúkkunni, bara til að ná henni út úr húsinu.

Dúkkunni var svo á endanum hent og þá loksins gat fjölskyldan lifað eðilegu lífi.

Heather eignaðist aldrei dúkku aftur eftir þetta.



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!






Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page