Augu Verunnar
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- Jun 25, 2024
- 2 min read
Úr 9. þætti; "Skuggaverur"
Ég bjó í 3 hæða húsi með mömmu og litla bróður mínum.
Baðherbergi, herbergið mitt og mömmu voru á efstu hæðinni, stofa og eldhús á miðhæð og svo var herbergi bróður míns á neðstu hæðinni ásamt bílskúr.
Ég var oft vakandi frameftir, eftir að allir aðrir voru farnir að sofa og oft fannst mér eins og einhver væri að fylgjast með mér, ég fann samt aldrei að mér liði illa, bara eins og ég væri ekki einn.

Einn morgun fór ég niður til að græja mér morgunmat, ég lagði mig svo í sófann og áður en ég vissi var ég farinn að dotta, svona á milli svefns og vöku.
Ég man eftir að hugsa, hvað á ég að hugsa um á meðan ég sofna, þá allt í einu sé ég í svart hvítu og ég hugsa, hvað er þetta sem ég er að horfa á, það er eins og ég sé að horfa í gegnum augu einhvers annars, einhverjar veru sem sér svart hvítt.
Ég sé herbergið mitt í svart hvítu og svo sé ég að veran fer fram á gang og framhjá baðherberginu að herbergi mömmu, ég man eftir að hugsa… get ég stjórnað hvert þessi vera fer með því að hugsa það, ég prufa að gera það og viti menn ég hugsa um að hún fari frekar niður stigann í átt að stofunni þar sem ég legg á sófanum.
Og hún gerir það, ég sér hana labba niður stigann en í gegnum hennar augu samt.
Og ég man eftir að vera forvitinn um að fá að sjá þessa veru, ég var að hugsa um að sjá líka sjálfan mig í gegnum hennar augu þær sem ég lá á sófanum, en svo tók hræðslan yfir og ég ákveð að opna augun og vakna.
Ég er þarna kominn aftur í minn líkama og ákvað að fara og kann hvort ég sjái einhverja veru, en ég sé ekkert.
Ég veit ekki ennþá nákvæmlega hvað þetta var, hvort þetta var raunveruleg upplifun eða draumur, en þetta situr í mér en þann daginn í dag.
Comments