Bakgarðurinn
- Katrín Sandholt
- May 21, 2024
- 1 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

Ég var í útilegu með kærastanum mínum, við vorum búin að eyða mesta tímanum í göngur og að njóta náttúrunnar.
Einn morguninn lagði ég mig aftur og dreymdi þá að ég væri í bakgarði kærasta míns að leika við hundinn hans.
Allir litir voru mjög skærir og ég held ég hafi verið að skírdreyma.
Kærasti minn kom inn um hliðið og sagði mér að bróðir sinn sem hann vann með hefði orðið hundfúll yfir því að hann fékk minna útborgað en kærasti minn.
Ég sagði þá, “en það er bara af því að hann vinnur minna” og kærasti minn var sammála.

Við vöknuðum svo og eftir nokkrar mínútur mundi ég skyndilega drauminn og sagði kærastanum mínum frá draumnum, þar sem mér fannst fyndið hversu hversdagslegur hann var.
Hann varð mjög hissa og sagði mér að honum hefði dreymt sama drauminn, nema hann dreymdi að hann hefði verið í vinnunni þar sem bróðir hans tók fýlukast, farið gangandi heim og inn um hliðið þar sem ég var í garðinum að leika við hundinn, og að hann segði mér frá fýlukasti bróður síns.
Comments