top of page

Carl Edon

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • May 14, 2024
  • 4 min read
Úr 3. þætti; "Fyrri Líf"

Carl Edon sem barn

Carl Edon fæddist 29. Desember 1972 í Middlesbrough á Englandi.


Edons fjölskyldan var kristin og trúðu ekki á yfirnáttúrulega hluti né endurholdgun. 


Þegar Carl fór að segja þeim frá lífi sínu sem þýskur hermaður á sprengjuflugvél voru þau ansi tortryggin.

Hinsvegar myndi faðir hans, strangtrúaður kristinn maður, verða fyrsti rannsóknarmaðurinn til þess að grafast fyrir um málið.


Faðir Carls tók það sérstaklega fram að það væru engar bækur heima hjá þeim um seinni heimstyrjöldina sem Carl hefði getað komist í og engin leið fyrir drenginn að hafa séð neinar upplýsingar um það úr sjónvarpi eða blöðum.


Þegar Carl var 2 ára og nýbyrjaður að tala sagði hann oft ”ég brotlennti flugvélinni í gegnum glugga” eftir því sem hann eltist bættust við fleiri smáatriði.


Foreldrar Carls sögðu frá því að fyrst  þegar hann var að tala um fyrra líf sitt hafði hann oft ómeðvitað reist hægri hönd sína upp í nasískri hefð.


Carl sagði frá því að hann var í sprengjuferð yfir bretlandi þegar hann brotlennti.

Þegar Carl lærði að teikna fór hann að teikna nasísk tákn og merki, hann teiknaði líka oft flugvélar með hakakross á.



Þýskur örn

Carl fannst líka gaman að teikna örn, sem foreldrar hans lýstu sem þýska erninum sem var tákn nasista flokk þýskalands.


Carl sagðist hafa heitað Róbert þegar hann flaug sprengjuvélunum og að pabbi sinn hafði heitað Fritz. Frá árunum 1974-1976 talaði Carl ítrekað um tíma sinn sem flugmaður á sprengjuflugvél.


Þegar Carl var 6 ára teiknaði hann mynd af fugstjórnarklefa og útskýrði fyrir foreldrum sínum hvað hinir mismunandi takkar gerðu, hann sagði að í klefanum var rauður pedali sem leysti sprengjurnar.


Carl útskýrði að þegar hann brotlennti var hann að fljúga sprengjuvél sem hét Messerschmitt.

Hann sagði að vélin væri með númer sem var annaðhvort 101 eða 104 en foreldrar hans muna ekki lengur hvort.

Þegar Edon fjölskyldan var að horfa á heimildarmynd um helförina sagði Carl að flugstöðin hans væri nálægt nasista búðum sem voru í myndinni.


Foreldrar hans sögðust halda að búðirnar sem Carl talaði um hafi verið Auschwitz en voru ekki alveg viss þegar viðtal var tekið af þeim.


Carl talaði einnig um það að hafa misst hægri fótinn í flugslysinu, en Dr. Ian Stevenson sem var mjög framarlega í rannsóknum á fyrri lífum var mjög áhugasamur um mál þar sem fólk hafði minningar af  sem talaði um áverka við dauða og hafði svo fæðingarblett á sama stað í núverandi lífi.


En Carl var einmitt með stórann, upphleyptan fæðingarblett í hægri nára.

Dr. Stevenson sem rannsakaði mál Carls, taldi það gæti tengst því áfalli sem Carl lýsti í botlendingunni.


Eins og ég minntist á áðan, átti Carl það til að hækka hægri hendina sína upp í nasista kveðju þegar hann talaði um fyrra líf sitt, en hann átti það einnig til að marsera eins og nasistarnir gerðu með beinu hné þegar hann gekk.


Bresku skólasystkini hans fóru að uppnefna hann nasista sem varð til þess að Carl talaði minna og minna um fyrra líf sitt í þýskalandi. 


Þegar Carl stóð var hann alltaf beinn í baki með hendur við hliðar, eins og lítill hermaður. Hann var ofboðslega þrifinn og skipulagður.

Carl sagði oft við forledra sína að hann langaði að flytja til þýskalands. 


Foreldrar hans drukku báðir te, en Carl var hrifnari af kaffi.

Hann var líka mjög hrifinn af pulsum, eitthvað sem var mjög vinsæll matur í þýskalandi, en ekki eins í Bretlandi. 


Allir fjölskyldumeðlimir Carls voru dökkhærðir með brún augu nema móðir Carls sem var með blá augu, Carl var ljóshærður með bláu augu móðir sinnar. 


Því miður fundust engin sannfærandi sönnunargögn sem styrktu sögu Carls áður en hann dó, en hann var myrtur aðeins 22 ára gamall 1995.


Hinsvegar, árið 2002 skrifaði blaðið Gazette grein um mál Carls, því sagnfræðingur var búinn að grafa upp mjög athyglisverðar upplýsingar.




Heinrich Richter

Árið 1942 dó Heinrich Richter, skytta, við það að sprengjuflugvél hans brotlenti á lestarteinum í miðri árás.

Flugvélahrakið skemmdist við eldsvoða og lenti á straumbelg, en fannst ekki fyrr en 1997 niðurgrafið við Tilbury Road í bretlandi.


Aðeins nokkur hundruð metrum frá þeim stað sem Carl var myrtur tveimur árum áður.


Þegar þeir grófu upp brakið með leifum Richters, var foreldrum Carls hugsað til frásagna hans af fyrra lífi. 

En núna þegar það hafa fundist myndir af Richter segja foreldrar Carls að þau sjái málið í nýju ljósi. 


Mennirnir hlið við hlið

Mennirnir tveir eru mjög líkir, með svipaðann augnsvip og nef, en líka sú staðreynd að mennirnir tveir deila nánast sama dauðsstað með 50 ára millibili.


Þegar leifarnar voru skoðaðar kom í ljós að Richter hafði misst hægri fótinn við brotlendingu. 


Daginn sem Carl dó var hann á leiðinni að að Skinningrove að sækja lestarvagna, daginn sem Richter dó var hann nýbúinn að varpa sprengju á Skinningrove og var á leiðinni að Middlesbroug meðfram lestarteinunum.


Mennirnir tveir fóru nákvæmlega sömu leið sinn hinsta dag.


Munurinn á frásögn Carls var nafnið, en maðurinn hét Heinrich en ekki Robert og hann var skytta en ekki sprengjumaður.

Það getur vel verið að Carl hafi ruglast á smáatriðum á sjálfum sér og öðrum sem voru með honum þann dag.



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Fyrri Líf, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page