top of page

Dagurinn sem ég var ekki til

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Jun 18, 2024
  • 2 min read
Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"

Þetta gerðist 2009 þegar ég var 16 ára.

Þetta var fyrsta helgi sumarsins og enginn var heima þegar ég vaknaði um 11 leytið.


Ég náði mér í smá snarl og fór niður í kjallarann til þess að horfa á sjónvarpið.

Ég var búin að ákveða að hitta vin kl þrjú og ákvað að eyða næstu 4 klst í sjónvarpsgláp áður en ég varð að fara.



Stelpa að horfa á sjónvarp

Ég var búin að horfa á sjónvarpið í ca 30 mín þegar mamma kom niður stigana og spurði mig hvar ég hefði verið allan daginn.

Ég spurði hvað hún væri að meina, ég var nývöknuð.


Ég leit á klukkuna mína og sá að klukkan var orðin rúmlega fimm.

Ég hljóp upp í herbergið mitt til að skoða símann minn og sá að ég var með mörg ósvöruð símtöl frá vini mínum og mömmu.


En það er sagan hennar mömmu sem veldur mér óhug enn þann dag í dag..


Hún hafði verið með litla bróður mínum á hafnarboltaleik frá 1-3 þann dag.

Hún og bróðir minn voru bæði heima þegar ég “vaknaði” og fór niður í kjallarann, en hvorugt þeirra man eftir því að hafa séð mig.


Þegar mamma kom heim um 3 leytið, leitaði hún að mér í öllu húsinu, líka í kjallaranum þar sem ég hafði verið sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið, án þess að finna mig.


Eftir öll þessi ár er það enn algjörlega óskiljanlegt hvernig þetta gat gerst.

Við grínumst oft með þetta í fjölskyldunni enn þann dag í dag, um daginn sem ég var ekki til, en ég fæ samt enn óhug við tilhugsunina.



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Veruleikavillur, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page