top of page

Draumahasar

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • May 21, 2024
  • 2 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

Undanfarin ár hef ég spjallað reglulega við góða vinkonu sem býr hinum megin á hnettinum. Eitt af því sem við ræðum eru draumar.


Tveir einstaklingar á sitthvorri hlið jarðarinnar tengdir saman með ljómandi þráð sem táknar sameiginlega drauma.


Eftir nokkurn tíma fórum við að taka eftir því að draumar okkar deildu reglulega óvenjulegum smáatriðum sem ekki var hægt að útskýra með sameiginlegum áhugamálum, fréttum eða fyrri umræðum okkar.









Sprunginn veggur með barni fast inni, barnið réttir út höndina á meðan skuggar hættunnar nálgast.

Til dæmis dreymdi mig um barn sem var rænt, var fast á bak við vegg með sprungu í og við það að verða fyrir líkamsárás; hana dreymdi barn fast inni í vegg með sprungu í sem ætti að selja í þrælahald.


Okkur dreymdi báðum að barn væri að drukkna, þó aðstæðurnar væru mismunandi.






Neðanjarðar göng þar sem borgarar flýja undan ógnvekjandi alræðisstjórn og tveir einstaklingar reyna að komast yfir háan vegg.

Okkur dreymdi bæði atburðarás þar sem alræðisstjórn var að elta borgara sína, þar sem við vorum að reyna að hjálpa fólkinu í gegnum neðanjarðar göng og ná svo að flýja yfir vegg, sem endaði með að við héngum í reyni, hún dó en ég náðist.

Okkur hefur báðum dreymt kökur í húsi sem  tengist fyrri samböndum á einhvern hátt.




Eins hefur okkur báðum dreymt neðanjarðar geymslu þar sem við heyrðum fótatak í fjarska.


Jarðskjálfta.


Dularfullur skuggi stendur við ána og dregur myrkur úr brjósti konu á meðan fótatak bergmálar í neðanjarðar helli.

Henni hefur dreymt að hún var myrt af skugga og ég lífgaði hana við, með því að fjarlægja skuggann, á meðan mér dreymdi að ég bjargaði henni frá einhverju óþekktu, nálægt vatni með því að fjarlægja skugga úr brjósti hennar og svona mætti lengi telja.



Reglulega dreymir okkur báðum að við vorum bæði með í draumnum, eða allavega nálægt þegar okkur dreymir sömu eða tengdu draumana.



Fjallstindur hulinn í þykkri þoku, tveir einstaklingar berjast við mistið á meðan dreki birtist úr skýjunum.

Eitt skipti dreymdi okkur meira að segja nákvæmlega sama drauminn niður í minnstu smáatriði, nema frá sitthvoru sjónarhorninu, ég frá mínu og hún frá sínu.

Hvorugt  okkar hafði neina ástæðu fyrir því að dreyma hættulega þoku sem gerði árás á okkur þar sem við vorum stödd uppi á fjalli og svo bættist dreki inn í þetta.


Eini munurinn var að ég vaknaði fyrr og missti af samtali sem henni dreymdi á milli drekans og annarar veru.




Við gerum okkur grein fyrir því að okkur dreymir ekki á nákvæmlega sama tíma, þannig að þessi tenging virkar einhvern veginn út fyrir tímann, þó við teljum bara með draumana sem „skarast“ þegar við höfum ekki talað saman síðan okkur dreymdi drauma okkar, við höfum tekið eftir að skörunin á draumunum er alltaf innan nokkurra daga/klukkustunda frá hvor öðrum.


Við höfum vandlega fylgst með og passað uppá samtöl okkar og venjur til að sjá hvort það sé einhver fylgni og oftast er engin fyrri umræða um svipað eða skyld umræðuefni sem útskýrir að við erum að upplifa þessi líkindi í draumunum okkar. 


Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Sameiginlega Drauma, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!




댓글

별점 5점 중 0점을 주었습니다.
등록된 평점 없음

평점 추가

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page