Dáinn?
- Katrín Sandholt
- Jun 18, 2024
- 1 min read
Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"

Árið 2003 komst ég að því að skólafélagi minn hefði dáið.
Vinkona kærustu hans sagði mér það.
Hann hafði dáið í svefni aðeins 23 ára gamall.
Ég spurði hvort það hefðu verið fíkniefni í spilinu, en hún sagði það ekki hafa verið.
Þetta var ótrúlega sorglegt, þau voru ný trúlofuð.
Ég ætlaði mér alltaf að senda kærustunni samúðarkveðjur en gerði það aldrei.
Nokkrum árum seinna man ég að ég ræddi þetta við sameiginlegan vin og fann að þetta var enn mjög viðkvæmt umræðuefni.
Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég vinabeiðni frá þessum strák.

Ég var viss um að þetta væri einhver gervi aðgangur þannig að ég hunsaði vinabeiðnina.
Í dag komst ég að því að þessi strákur er lifandi.
Hann giftist stelpunni sem hann var trúlofaður, sömu stelpu og hann dó við hliðina á.
Sameiginlegi vinurinn sem ég hafði áður rætt þetta við heldur núna að ég sé klikkaður.
Commentaires