top of page

Ferðalagið

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • May 21, 2024
  • 3 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

Fyrrum konan mín Val og ég bjuggum í Welland, Ontario og þó ég væri við vinnu hjá fréttablaði voru launin mín ekki alveg að duga okkur og börnunum okkar þremur. 



maður í vinnu

Það varð til þess að ég fann mér vinnu sem nætur húsvörður í verslunarmiðstöð, þessi tiltekna staða krafðist þess að ég var læstur inni í verslunarmiðstöðinni yfir nóttina og mér svo hleypt út um morguninn.

Það var frekar erfitt að venjast því að vera alveg læstur inni, framhurðar voru læstar og bakdyrnar við lagerinn bæði læstar og með læstri keðju þar sem það hafði áður komið upp þjófnaður hjá öðrum húsverði. 


Það gefur auga leið að þetta var alls ekki góð lausn þar sem ef það hefði komið upp eldur hefði ég hreinlega orðið að finna mér eitthvað þungt til þess að brjóta leið mína út um gluggann.


Á þessum tíma áttum við vinafólk sem bjó nálægt og ákváðum eina helgina að fara með þeim að Niagra fossunum.

Þau fóru á litla bílnum sínum, en við fórum á okkar þar sem við vorum með 3 börn.


Nokkrum vikum seinna dreymdi mig að þessir sömu vinir hefðu boðið okkur aftur með sér að fossunum en ég var um það bil að fara að vinna þannig að konan mín ákvað að fara ein með þeim. (Börnin komu hvergi fram í þessum draumi).


Þannig að konan mín og vinafólk mitt fóru í litla bílnum þeirra og buðust til þess að skutla mér í vinnuna í leiðinni og þegar þau kæmu tilbaka myndu þau koma við og sækja mig aftur  (ekki veit ég afhverju þau ætluðu að vera við fossana alla nóttina, hvað get ég sagt þetta var draumur!).


bíll á vegi

Þau keyrðu mig í vinnuna og restina af draumnum var ég bara að sinna vinnuskyldum.

Stuttu áður en ég átti að klára vinnutímann náði ég í og staflaði nokkrum kassum sem var búið að stafla fyrir utan bakdyrnar og um það leiti sem ég var að klára að færa kassana inn komu konan mín og vinafólkið á litla bílnum þeirra fyrir hornið og ég vaknaði.


Afskaplega litlaus og viðburðarlítill draumur þannig, eina sem var furðulegt við hann var að ég komst einhvern veginn út bakdyramegin þar sem kassarnir stóðu. 

Eitthvað sem er ekki hægt í raunveruleikanum.


Konan mín vaknaði á sama tíma við hliðina á mér og sagði; “mig dreymdi svo furðulegan draum”

“Ég líka” sagði ég “mig dreymdi að þú hefðir farið að Niagra fossunum”

“Mig líka!” sagði hún frekar spennt og spurði mig svo hvað hefði gerst í mínum draumi.


Á þeim tímapunkti vildi ég ekki “smita” hana af draumnum mínum þannig að ég sagði henni að segja mér fyrst.

Hennar draumur var nákvæmlega eins og minn, nema á meðan mig dreymdi vinnuna dreymdi henni það sem þau voru að gera við fossana.

Ok, pínu furðulegt en kannski ekki alveg ómögulegt að tilviljun réði þessu við vorum auðvitað nýbúin að fara í þetta ferðalag með vinafólkinu okkar.


maður að stafla kössum

En ég varð hinsvegar mjög hissa þegar hún bætti við að þau hefðu komið keyrandi fyrir hornið á verslunarmiðstöðinni og séð mig við bakdyrnar að stafla kössum…



Það að ég væri að stafla kössum fyrir utan verslunarmiðstöðina er svo fjarrstæðukennt því í fyrsta lagi eru kassar ekki neinn partur af því sem ég geri og ég kemst ekki út fyrr en yfirmaðurinn kemur og opnar lásinn á keðjunni.

En samt, í tveimur draumum með mjög líkum atburðarásum dreymdi okkur báðum að ég væri fyrir utan að stafla kössum!



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Sameiginlega Drauma, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page