Search
Fuglarnir
- Katrín Sandholt
- May 21, 2024
- 1 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

Þegar ég var um 20 dreymdi mig tvo spörfugla sem flugu um í herberginu mínu og flugu svo út um gluggann.
Einn þeirra virtist veikburða og ég hafði áhyggjur af því að hann myndi ekki ná að fljúga almennilega en þegar ég kíkti út sá ég þá hvorugan.
Daginn eftir hringdi einn af vinum mínum í mig og sagði mér að hann hefði dreymt að hann hefði heimsótt mig og það voru tveir brúnir spörfuglar á flugi um heimilið mitt, hann hafði sérstaklega tekið eftir litlu gráu strikunum á þeim sem einkenna fuglinn.
En hann hafði þó ekki séð þá fljúga út um gluggann.
Við höfðum ekkert talað saman í nokkra daga og hvað þá um fugla..
Comments