Furðuleg verslunarferð
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- Jun 18, 2024
- 2 min read
Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"
Ég fór í Dollar store til að versla nokkra hluti, setti veskið mitt í innkaupakörfuna eins og ég geri oftast.
Verslunarferðin tók sirka 15 mín ég náði mér í augnskugga, gloss, sturtusápa og ákveðnar baðbombur sem ég elska og nokkra fleiri hluti þetta voru um 20 hlutir samtals.

Ég ákvað að fara í sjálfsafgreiðslu kassan og skanna inn vörurnar og set í poka, þegar ég ætla að borga tek ég eftir því að veskið mitt er horfið.
Mér bregður og ég fer að hugsa að ég hafi kanski skilið veskið eftir við einhvern rekkann, tók ég það mögulega upp þegar ég var að skoða eitthvað og gleymdi því svo þar, gleymdi ég því kanski bara í bílnum?
Ég næ í starfsmann og bið um að fá að geyma dótið því ég hafi týnt veskinu.
Ég fer inn í búðina aftur og geng að þeim rekka sem ég var við, þar sé ég aðra kerru og ofan í henni er veskið mitt, kerran er full af sama dóti og ég var að versla, nákvæmlega sama dótinu niður í sama lit á augnskuggum, gloss i og baðbombum, þessum sem voru með uppáhalds lyktinni minni….þetta voru allt nákvæmlega sömu vörurnar og þær sem ég var búin að skanna og setja í poka úr annari kerru…
Ég viðurkenni að þarna fríkaði ég smá út, ég fer með þessa kerru að hinni kerrunni því ég var ekki að trúa þessu, ég ákvað að bera vörurnar saman, þetta voru nákvæmlega sömu vörurnar, sama magn og sömu tegundir og það sem ég hafði þegar skannað.

Ég bara skil þetta ekki, hvernig gátu þarna verið tvær kerrur með nákvæmlega sömu vörunum í og hvernig endaði ég með kerruna sem var ekki með veskinu mínu í þegar ég skildi hana ekki aldrei eftir og ef ég tók óvart kerru sem einhver annar var með, hvernig gat hún þá verið með nákvæmlega öllum þeim vörum sem ég var þegar búin að setja í mína kerru, alveg eins?
Commentaires