top of page

Glasið sem endurstillti sig

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • Jun 18, 2024
  • 1 min read

Updated: Sep 30, 2024

Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"

Ég var hjá vini mínum, við fórum í eldhúsið til þess að ná okkur í vatnsglas og fórum svo með þau upp í herbergi þar sem við ætluðum að spila tölvuleiki.


Hann setti vatnsglasið sitt á bókahilluna og sneri sér svo til þess að loka hurðinni, þegar hann sneri sér rakst hann í glasið og það datt á gólfið.


Glas með vatni sem hefur dottið á gólf

Það var vatn allstaðar og vinur minn var frekar pirraður því það urðu nokkrar bækur blautar líka.


Við fórum niður að ná í eldhúsrúllu til þess að þurrka vatnið upp og vorum komnir upp í herbergi kannski mín seinna.

Þegar við opnuðum herbergishurðina sáum við að bleytan var horfin af gólfinu, bækurnar voru þurrar og óskemmdar.


Þá litum við upp og sáum fullt vatnsglas á bókahillunni. 

Við vorum einir heima.



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Veruleikavillur, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page