Search
Köngulóin
- Katrín Sandholt
- May 21, 2024
- 1 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

Þegar ég var 18 ára sofnuðum ég og vinkona mín í herberginu hennar á sólríkum degi.
Okkur dreymdi báðum útiborð með svartri og gulri könguló á.
Ekkert sem við höfðum séð eða verið að gera dagana áður útskýrði þennan draum.
Eitt skipti vorum við saman og ég heyrði hugsanir hennar upphátt, svo vel að ég var viss um að hún hefði sagt það upphátt sem hún þvertók fyrir.
Það sem hún var að hugsa var mjög sértækt og ekkert sem ég hefði getað giskað á.
Comentários