top of page

Okiku - dúkkan með hárið sem vex

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Dec 2, 2024
  • 3 min read
Úr 16. þætti; "Dúkkur"

Árið 1918, gekk hinn 17 ára gamli Eikichi Suzuki inn í verslun í Sapporo í Japan og keypti dúkku handa tveggja ára gamalli systur sinni, systir hans hét Okiku.


Svo lítil og falleg, fullkomin gjöf handa litlu systur

Okiku


Hann hafði verið  á ferðalagi um staðinn og skoðað sjávarsýningu sem var í gangi. Dúkkan hafði fangað hann strax frá fyrsta augnabliki.

 

Svo fullkomin, lítil falleg gjöf handa systur hans, hann ákvað að nota síðustu aurana sína og dreif sig inn í búðina til kaupa dúkkuna. 

Hún var um 40 cm á hæð og íklædd hefðbundnum kimono, hún var dásamleg, hárið hennar var svart og náði rétt niður á axlir í 

‘okappa’ klippingu (japönsk klipping)

Augu hennar voru kolsvört.

Þessi dúkka var virkilega falleg og fullkomin gjöf handa litlu systur.

Suzuki hélt heim á leið og gaf systur sinni dúkkuna.


Dúkkan varð fljótt uppáhalds leikfang litu systur hans, þær urðu óaðskiljanlegar


Systir hans elskaði dúkkuna og varð hún fljótlega uppáhalds leikfangið hennar, hún hafði dúkkuna með sér öllum stundum, eins og þær væru bestu vinkonur eða systur. Hún gaf dúkkunni að borða, svaf með hana , talaði við hana og lét hana aldrei frá sér, hún ákvað að skýra dúkkuna Okiko, eftir sínu eigin nafni.


Litla stúlkan lést aðeins 3 ára gömul, en dúkkunn hafði hún skýrt í höfuðið á sér, Okiku


Ári seinna lést litla Okiko systir Eikichi, úr farsótt sem hafði verið í gangi á þessum tíma.

Okiku lést haldandi á dúkkunni, sem hún elskaði, bara 3 ára gömul.


Fjölskyldan ætlaði að grafa dúkkuna með dóttur sinni, en allskonar aðstæður komu upp sem settu þau plön til hliðar og dúkkan fór aldrei með stúlkunni.


Dúkkan sem átti að hvíla með eiganda sínum, var aldrei lögð til hinstu hvílu


Dúkkan var aldrei lögð til hinstu hvílu, heldur var hún sett á altari fjölkyldunnar, altari sem sett var upp fyrir litlu Okiku sem lést.


Þetta er algeng hefð í Japan til að heiðra þá sem látnir eru, að gera svona nokkurnskonar altari, eða minningar horn á heimilinu.


Allt í einu tók hár dúkkunnar að vaxa og furðulegir atburðir fóru einnig af stað


Dag einn fór fjölskyldan að taka eftir því að hár dúkkunnar óx, það var ekki lengur stutt í þessari hefðbundnu klippingu, heldur hafði það vaxið niður á bak á dúkkunni, allt í flækju og áferðin var öðruvísi en hafði verið áður…


Á næturnar fóru að gerast furðulegir hlutir, ljósflökt, ljósin kveiktu og slökktu á sér sjálfkrafa, það heyrðust hljóð í húsinu eins og einhver væri að banka á veggi, raddir heyrðust um húsið og virtist þetta ágerast þegar nær dró afmælisdegi litlu Okiku og dánardegi hennar, þá voru lætin sem mest áberandi.


Andi litlu stúlkunnar var fastur í dúkkunni


Þegar þetta var kannað af andlegum leiðtogum/shaman voru allir sammála um að sennilega væri andi stúlkunnar fastur í dúkkunni.


Árið 1938 fluttist fjölskyldan á annað svæði, þau voru nú orðin vön dúkkunni og því sem henni fylgdi og þeim þótti orðið bara vænt um þessa furðulegu samsetningu af anda dótturinnar og dúkkunnar, þetta var jú einstakt tækifæri til að ná sambandi við látin fjölskyldu meðlim. 

Þrátt fyrir það vildu þau ekki taka Okiku með sér á nýjan stað, því þau óttuðust að andi Okiku þyrfti að vera nálægt gröf litlu stúlkunnar og með því að taka dúkkuna í burtu, myndu þau klippa á tenginguna. 


Foreldrar litlu stúlkunnar komu dúkkunni fyrir í hofi, þar sem prestar vaka yfir henni og klippa hárið hennar


Þau höfðu því samband við hof sem var á staðnum og báðu þau sem þar voru um að taka Okiku að sér. 


Í hofinu voru sögurnar af Okiku dúkkunni vel þekktar, prestarnir  höfðu svo sannarlega heyrt um hana, dúkkuna með hárið sem óx og fannst þetta mjög áhugavert, hofið samþykkti að taka dúkkuna að sér og þar er hún ennþá.

Prestarnir gátu staðfest nokkra hluti varðandi dúkkuna, þeir sendu lokk úr hári hennar til rannsóknar og kom í ljós að hárið var raunverulegt, mannahár af barni, sem svo sannarlega vex.

Prestarnir sjá um að snyrta hárið og halda því fallegu og dúkkan Okiku er sátt.


Andlegir kraftar dúkkunnar virðast eflast með árunum og hárið, það bara vex og vex…


Í gegnum árin hefur dúkkan hlotið töluverða frægð fyrir þessi undarlegu atvik, það virðist vera sem kraftar hennar hafi líka orðið meiri og öflugri með árunum.


Hún á það til að fara inn í drauma fólks, hárið hennar vex hraðar hún á það til að opna munnin ofur hægt og ef vel er að gáð getur fólk séð tennur í posturlíns munni dúkkunnar, svona eins og litlar barnatennur… 


Okiku er staðsett á sínu eigin altari í litlum tré kassa í Mannenji hofinu í bænum Iwamizawa, Hokkaido í Japan. 


Þar bíður hún eftir hverjum þeim sem vilja tengjast því yfirnáttúrulega og undarlega með því að heimsækja hana…


Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page