top of page

Sálirnar okkar

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Oct 6, 2024
  • 2 min read

Úr þætti 16; “Mismunandi Sálir”

Sálir og tilgangur

Kenningar um uppruna og tilgang

Þegar við skoðum sálina og tilveruna, þá opnast fjölbreytt sjónarhorn um hvaðan við komum og hvert við erum að fara. Í nýjustu umfjöllun okkar í Hulin Öfl þættinum, veltum við fyrir okkur áhugaverðum kenningum um sálir og uppruna þeirra. 

Sálirnar okkar og tilgangur þeirra

Margir fræðimenn, þar á meðal Dolores Cannon, Michael Newton og Linda Backman, hafa rannsakað hvernig sálir okkar tengjast fyrri lífum og andlegri þróun. Cannon, sem var dáleiðari í tæp 50 ár, skoðaði ferli sálanna á milli lífa og kom með kenningu um „þrjár bylgjur“ sálna sem hafa komið til jarðar til að aðstoða mannkynið.


Hver bylgja af sálum hefur sinn eigin tilgang.


Fyrsta bylgjan: Að vekja vitund

Cannon talar um að fyrstu sálirnar hafi komið eftir atburði eins og sprengingunni í Hiroshima, þær voru sendar til að hjálpa mannkyninu að hækka tíðni jarðar og stuðla að andlegri vakningu. Þessar sálir eru oft tengdar við nýja sýn og eflingu, og þeirra hlutverk er að leiða aðra í gegnum erfiðar breytingar.


Önnur bylgjan: Að vera til

Seinni bylgjan af sálum kemur með sérstakt hlutverk að senda frá sér kærleika og frið, einfaldlega með því að vera til staðar. 


Þriðja bylgjan: Að umbreyta

Þriðja bylgjan, nýjasta kynslóðin sem nú er að fæðast, er sérstaklega áhugaverð. Þessar sálir eru oft mjög næmar, vel tengdar í aðrar víddir og hafa mikla andlega hæfileika. 

Þær eru að upplifa mannslíkamann í fyrsta sinn og finna kannski fyrir því að þær eigi erfitt með að aðlagast og geta upplifað sig útundan.

Kenningar annarra fræðimanna

Eftir að hafa skoðað Dolores Cannon, er ekki hægt að gleyma öðrum áhrifamiklum fræðimönnum eins og Michael Newton og Linda Backman.

Michael Newton hefur sett fram kenningu um „sálarhópa“.

Hver hópur hefur sín eigin markmið og tilfinningaleg verkefni.


Hann flokkar sálirnar í fjóra hópa:

  1. Nýjar sálir

  2. Þroskaðar sálir

  3. Gamlar sálir

  4. Millivíddar sálir



Linda Backman, sem lærði dáleiðslu hjá Newton, skiptir sálum í jarðneskar sálir, millistjörnusálir og engla sálir. Hún leggur áherslu á að hver hópur hafi sínar sérstöku tengingu við uppruna sinn, sem getur haft áhrif á hvernig þau upplifa lífið á jörðinni.


Rauði þráðurinn


Að hafa jákvæð áhrif

Erum við að horfa á mismunandi hliðar á sama tening, getur verið að sálir okkar allra fari í gegnum öll þessi stig og breytingar. Að við höfum öll verið á mismunandi stigum í mismunandi lífum? 


Þó að kenningarnar séu mismunandi, er rauði þráðurinn alltaf sá að sálirnar okkar eru að þroskast og efla sig og með því að efla aðra, svona í leiðinni. Sem er mjög áhugaverð pæling og virðist vera staðreynd hjá þessum fræðingu sem við nefndum hér að ofan.

Það er greinilegt að efling á okkur sjálfum, eflir líka alla þá sem við erum í samskiptum við og við höfum áhrif, hvort sem það er ætlunin eða ekki og hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.


Þannig að við þurfum að vera meðvituð um það sem við sendum frá okkur því það hefur svo sannarlega áhrif, oft meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir. 


Hverjar eru þínar upplifanir?

Kveikir einhver kenning á þínum hugmyndum um sálina?

Hvaða sálarhóp tengirðu mest við? 


Deildu skoðunum þínum í kommentum, við viljum heyra frá þér!


Ertu forvitin/n um sálirnar okkar og hvaðan þær koma?

Þú getur hlustað á þáttinn um mismunandi sálir hér:




3 bình luận

Đã xếp hạng 0/5 sao.
Chưa có xếp hạng

Thêm điểm xếp hạng
Khách
17 thg 10, 2024
Đã xếp hạng 5/5 sao.

Fróðlegt að hlusta á ykkur.


Thích

Khách
07 thg 10, 2024

Forvitnilegt <3

Thích

Khách
06 thg 10, 2024
Đã xếp hạng 5/5 sao.

Frábært hjá ykkur

Thích

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page