Search
Síminn sem hvarf
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- Jun 18, 2024
- 1 min read
Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"
Ég missti símann minn þegar ég var í eldhúsinu, ég leit niður og ætlaði að taka hann upp af gólfinu en sá hann hvergi, ég heyrði hann lenda á gólfinu en fann hann hvergi.
Ég stóð í miðju eldhúsinu þegar ég missti hann, ég leitað allstaðar að honum og fór meira að segja um allt hús að leita en hann var horfinn.

Ég bað mömmu mína um að hringja í hann en það kom bara talskilaboð um að númerið væri ótengt.
Ég reyndi að finna hann með “Find my iPhone” appinu en það stóð að hann fyndist ekki.
Comments