Skólastofan
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- May 21, 2024
- 1 min read
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"
Ég hef átt “net-vin” í kannski 2 eða 3 ár sem ég hef aldrei hitt í eigin persónu.
Við búum í sitthvoru fylkinu og höfum aldrei komið í bæ hvors annars.

Einn morguninn var ég að segja vini mínum frá draumi sem mig dreymdi nóttina áður þar sem mig dreymdi að ég væri í skólanum mínum og það var árásarmaður sem gekk laus um skólann.
Ég faldi mig í einni kennslustofu.
Vinur minn hefur auðvitað aldrei komið í skólann minn, en hann sagði mér að honum hefði líka dreymt skrítinn draum.
Að hann hafi verið staddur í húsi sem liti út eins og skóli en enginn skóli sem hann þekkti því skáparnir voru við kennslustofurnar en öðruvísi í hans skóla.
Ég hafði aldrei sýnt honum skólann minn áður, en ég varð forvitin því skólinn minn er einmitt með skápa við stofurnar.
Ég fann nokkrar myndir af skólaganginum mínum á netinu til þess að sýna honum og hann staðfesti strax að þetta hefði verið sami gangurinn, nema í hans draumi var hann staddur á ganginum fyrir utan stofuna sem ég faldi mig í!
Comentarios