Rósa
- Katrín Sandholt
- May 21, 2024
- 2 min read
Updated: Sep 13, 2024
Úr 4. þætti; "Sameiginlegir Draumar"

2013 dreymdi mig um gamlárskvöld mjög raunverulegan draum.
Ég var í gamlárspartýi og stóð við innkeyrslu að spjalla við unga konu sem ég hafði aldrei hitt, hún var með sítt dökkt hár og fjólublá augu, sem mér fannst óvenjulegt.
Draumurinn endaði á að ég þurfti að fara úr partýinu snemma.
Þegar ég vaknaði, mundi ég allan drauminn niður í minnstu smáatriði og ég var alveg viss um að daman með fjólubláu augun væri raunveruleg og að við myndum hittast einn daginn.
Ég lagði því nægilega mikið af draumnum á minnið, til að getað spurt hana útúr, þegar ég myndi hitti hana.
Ég sór að tala ekki um drauminn við neinn, fyrr en ég hitti á dömuna og gæti spurt hana þessi smáatriði, til að fá staðfestingu á að þetta væri sú sem mig dreymdi.
Árið 2021 þó að ég hafi ennþá verið með spurningalistann og smáatriðin nokkurn vegin á hreinu, var ég um það bil að gefa upp alla von um að nokkurn tímann hitta þessa konu, þó að ég væri enn handviss um að hún væri raunveruleg þá efaðist ég um að ég myndi hitta hana aftur, sem var erfitt að sætta sig við og mér leið eins og ég hefði misst einhvern nákominn mér.

En þarna 2021 var ég í háskóla og tók að mér að svona hryllings leiðsögu túra, þar sem ég gekk um háskólasvæðið með nýnemum og sagði þeim hryllingssögur af stöðum í kringum háskólann.
Á fyrsta svona leiðsögu túrnum hitti ég unga konu, sem við skulum kalla Rósu.
Við Rósa urðum fljótt vinir og urðum nánast óaðskiljanleg á einni viku, við sátum oft fram undir morgun að spjalla.

Eina nóttina spurði Rósa mig hvort ég hefði einhvern tímann dreymt það að hitta einhvern sem ég vissi að væri raunverulegur og væri til einhversstaðar.
Ég svaraði játandi og við byrjuðum að spyrja hvort annað út í þannig drauma þar sem okkur hefði báðum dreymt svoleiðis, það kom fljótt í ljós að okkur hafði dreymt sama drauminn á sama tíma með sömu staðfestingunum eftir að við vöknuðum.
Við Rósa þekktust ekkert, bjuggum í sitthvorum landshlutanum, dreymdi sama drauminn 2013 og hittumst svo 2021.
Comentários