Veran í Eyðimörkinni
- Katrín Sandholt
- Jun 25, 2024
- 1 min read
Updated: Sep 30, 2024
Úr 9. þætti; "Skuggaverur"
Fyrir 15 árum fór ég í námsferð með háskólanum mínum til Ástralíu í nokkra mánuði.
Við hófum ferðina í Darwin og ferðuðumst svo í suðurátt.
Rútuferðin var óskaplega atburðarlaus þannig.
Við gistum á gistihúsi í Alice Springs og vöknuðum eldsnemma til þess að keyra áfram til Uluru.

Flestir hinna nemendanna sofnuðu í rútunni en ég sat og horfði út um gluggann á það litla umhverfi sem ég gat séð, þetta var aðeins fyrir dögun í ljósaskiptunum þegar maður rétt getur greint útlínur eftir myrkrið.
Rútan hægði á sér og beygði inn á autt bílastæði, þá sá ég það.
Risastór skuggi labbaði í yfir eyðimörkina. Ég er ekki mjög góður í að meta hæð en hann var allavega stærri en allar manneskjur sem ég hef séð, kannski um 3m.
Þó það var næg birta til þess að sjá smáatriðin í landslaginu virtist veran algjörlega smáatriðalaus. Eins og hún væri slétt, svört og einkennalaus.
Þessi svarta vera skar sig mikið úr landslaginu því það var þunn þoka yfir öllu.
Ég hef áður séð svarta skugga útundan mér þegar ég hef verið að keyra td.

En þetta var allt öðruvísi því ég gat fylgst með verunni í þónokkrar sekúndur ganga vaggandi, með hálfgerðum dýfum algjörlega án áreynslu um eyðimörkina.
Um leið og ég sá veruna fann ég fyrir eins og straumi um allan líkamann, öll hár stóðu upp og húðin eins og með nálardoða.
Ég reyndi að vekja vin minn til að sýna honum skuggaveruna en þegar hann loksins vaknaði og leit út um gluggann var hún farin.
Comments